
586 8001
Síminn okkar er


Má bjóða þér vikulegan lífrænan áskriftarkassa?
Við bjóðum upp á vikulega áskriftarkassa. Hægt er að velja milli 4. mismunandi kassa og mismunandi stærðir fyrir hvern kassa. Afgreiðsla fer fram á miðvikudögum og eru kassarnir afgreiddir á sérvalda afhendingarstaði eða sendir hvert á land sem er með Flytjanda.
Þú velur þér kassa
Þú velur þér afhendingarstað
Bændur í bænum
Hægt er að sækja í verslun okkar á Laugalæk 6. Kassarnir eru komnir þangað klukkan 12.
Olís
Við afgreiðum kassana á mismunandi Olís stöðvar á höfuðborgarsvæðinu
Olís stöðvarnar sem við afgreiðum til eru eftirfarandi:
-
Olís Ánanaust
-
Olís Garðabæ
-
Olís Mjódd
-
Olís Sæbraut
Kassarnir koma ekki seinna en 17:00 á miðvikudögum.
Selfoss
Sjafnarblóm tekur fagnandi á móti þér á Selfossi.
Landsbyggðin
Við sendum hvert á land sem er með Flytjanda. Sendingar Flytjanda kosta 2500 kr. sama hversu mikið er pantað.
Hægt er að panta saman í hóp marga pakka og greiða aðeins eitt sendingargjald fyrir pöntunina. Pantanir út á land fara frá okkur á miðvikudögum og eru að venju mættar til afhendingar á fimmtudögum.
Við sendum SMS á skráð GSM númer þegar kassinn er tilbúinn til afhendingar.
Nokkrir góðir punktar
Nokkrir góðir punktar
Beint frá bónda
Þegar þú verslar við Bændur í bænum ertu að versla milliliðalaust við bændur. Við á Akri í Laugarási rekum verslunina og erum í sambandi við vini og nágranna í uppsveitunum fyrir bestu vörurnar hverju sinni.
Besta verðið
Áskriftarkassarnir eru alltaf með besta verðið sem við bjóðum upp á. Innihald kassana er með 5-10% afslátt miðað við að sömu vörur séu pantaðar stakar í versluninni.
Enginn binditími
Þú getur byrjað og hætt í áskrift eftir því hvað hentar þér best. Ef þú ert að fara í frí eða vilt hætta í áskrift þá getur þú gert það allt til daginn fyrir afhendingu. Við afgreiðum allar pantanir sem eru skráðar í kerfið daginn fyrir afhendingu.
Greiðslumáti
Við notumst helst við kröfur í heimsbankan þegar kemur að greiðslum fyrir áskriftarkassana.
Hægt er að borga með kreditkorti fyrir fyrstu sendingu og síðan áfram ef notað er greiðsluhnappur sem kemur með áminningarpósti mánudag fyrir afhendingu.
Ef þú vilt fá kassan áhyggjulaust eftir þinni dagskrá getur þú bara látið okkur sjá um að setja upp kröfu og hún kemur þá á fimmtudegi eftir að kassinn hefur verið afgreiddur
Uppfært vikulega
Við uppfærum kassana vikulega og reynum að hafa innihaldið fjölbreytt og alltaf ferskt og gott. Kassarnir eru uppfærðir á fimmtudögum.
Ef þú ert með fleirri spurningar endilega fylltu út formið hér að neðan eða hringdu í verslunina 534-7165








