
Best geymda leyndarmál bæjarins
Bændur í bænum hóf starfsemi sína í desember 2009. Staðsetningin í Nethyl 2c var ákveðin þar sem stutt var til allra átta og ekki langt fyrir bændur að koma með vörur sínar til borgarinar. Til að byrja með voru lífrænir ávextir og lífrænt grænmeti á boðstolum, en vöruúrvalið hefur með tímanum aukist og er í dag hægt að fá það helsta sem matvörumarkaður býður upp á; Grænmeti Ávextir Mjólkurvörur Kjöt Þurrmeti Te og kaffi Góðgæti Snyrtivörur Hreinlætisvörur Áherslan hefur frá u

Döðlur og trönuber í nýjum kassa
Voru þið búin að sjá nýja fína döðlu- og trönuberjakassan okkar? Hjörtur hjá Ásgerði handverkstæði færði okkur þessa fegurð. Okkur finnst kassinn svo fallegur og erum ekki frá því að þurrkuðu döðlurnar og trönuberin bragðist hreinlega betur! #frettir

Apríkósukúlur
Hér er uppskrift að apríkósukúlum fyrir þá sem hafa ekki tíma til að baka eða vilja gera hollt og gott góðgæti. Best að geyma kúlurnar í kæli. 2 dl þurrkaðar apríkósur 2 dl vatn eða appelsínusafi 4 dl heslihnetur 2 msk mandarínuolía 2 msk hunang 2 dl sesamfræ Setið apríkósurnar í bleyti í um klukkustund. Malið heslihneturnar gróft og blandið mandarínuolíuna saman við. Apríkósur og hunang er síðan blandað við. Búið til litlar kúlur og veltið þeim upp úr sesamfræjum. Gott er að

Einfaldur og góður hummus
Það sem þarf er: 1 dós af kjúklingabaunum 1-2 hvítlauksrif ein lúka af ferskum basil 1-2 msk tahini 4 msk sítrónu-, lime- eða appelsínusafi 1 msk tamarí 1-2 msk olífuolía Kjúklingabaunir, tahini, hvítlaukur og basil sett í matvinnsluvél, líka hægt að nota töfrasprota. Sítrónu- eða appelsínusafa, tamarí og olífuolíu bætt úti. Blandið þar til áferðin er silkimjúk. Kryddið með salt og pipar eins og þurfa þykir. Hummus! Hrikalega gott og prótenríkt álegg. #uppskrift

Lífræn turmerikrót
Ekki láta plata þig! Hjá bændum í bænum kostar lífræn turmerikrót 1556kr/kg. Turmerik er talið hafa góða eiginleika á líkaman. Hér eru nokkrir: Andoxun og vernd gegn sindurefnum Viðheldur heilbrigðum liðamótum Getur dregið úr gigtarverkjum Er talið efla ómæmiskerfið Kemur jafnvægi á meltingarveginn Styrkir lifrarstarfsemina Styður við hjarta- og æðakerfi Talið hafa góð áhrif á taugakerfið og svo mætti lengi telja. #frettir