
Hvernig á að afhýða möndlur?
Í sumum uppskriftum á að nota möndlur án hýði, hugsanlega átt þú bara möndlur með hýði! Það er ekkert mál því það tekur um fimm mínútur eða svo að taka hýðið af... alveg satt. Hér eru leiðbeiningar -Einfalt og þægilegt Settu vatn í lítinn pott og láttu suðuna koma upp. Settu möndlurnar út í sjóðandi vatnið. Láttu þær sjóða í nákvæmlega eina mínútu. Ef þú sýður þær lengur verða þær mjúkar. Mundu 60 sekúndur ... best að taka tíman. Hafðu sigti tilbúið til að hella möndlurnar í

Kvenréttindadagurinn
Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna ætlar Kaja organic ehf að kynna kaffi frá Simon Lévelt og súkkulaði frá Saveurs & Nature hjá Bænum í bænum föstudaginn 19. júní frá kl. 14 - 16.
Allar konur sem mæta fá ískaffi frá Simon Lévelt og kaffisúkkulaði í tilefni dagsins (á meðan birgðir endast).
Hlökkum til að sjá þig í Nethyl 2c á föstudaginn. #frettir

Regnbogasalat
Regnbogasalat með brokkólí&smáraspírum, stútfullt af andoxunarefnum. Passar með hverju sem er en getur líka staðið eitt og sér og þá er bætt útí salatið spíraðri prótínblöndu frá Ecospíru.
Salatið 120 g spínat skorið í tvennt 220 g grænkál, stilkurinn skorinn frá og grænkálið skorið í ræmur og nuddað í höndunum með dressingunni 1 bolli söxuð steinselja ½ bolli saxað kóríander 1 bolli gulrætur í strimlum 1 bolli gúrka í teningum 1 gul paprika, skorin í strimla 1 bolli tómatar

Kínóahrökkbrauð með ost og kúmen
Stökkt glútenlaust hrökkbrauð með ljúffengu osta og kúmmen bragði. Gott að eiga það til með morgunmatnum, súpunni eða bara sem meðlæti með ostabakkanum. Innihald: 50g Bragðmikill ostur 2 dl Kínóamjöl ½ dl Hörfræ ½ dl Graskersfræ ½ dl Sólblómafræ 2 tsk kúmen, heill 1 egg 2 msk Olífuolía með basil 2 dl vatn Salt Aðferð: Rífa ostinn og blanda saman öll innihaldsefni, nema vatn, í skál. Hitið vatnið og setjið út í skálina og hrærið saman. Setjið bökunarpappír á ofnskúffu, hellið

Weleda
Hjá Bændum í bænum færð þú vörur frá Weleda, en hvað er svona sérstakt við þetta fyrirtæki og vörurnar sem þeir framleiða? Hér er smá samantekt til fræðslu. Weleda var stofnað í Sviss árið 1921 af efnafræðingnum Oskar Scmiedel ásamt Dr. Wegman og Dr. Rudolf Steiner. Síðan þá hefur Weleda framleitt lyf sem byggja á mannspeki Rudolf Steiner og húðvörur úr lækningajurtum, steinefnum, náttúrulegum jurtaolíum og hreinum ilmkjarnaolíum. Einstök þekking liggur á bak við húðvörurnar

Love Rocks
Nýtt góðgæti frá Lovechock sem inniheldur enga mjólk, soja eða glútein. Um er að ræða þrjár mismunandi tegundir sem allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda þykkni sem gert er úr reishi svepp. En hvað er svona sérstakt við þennan svepp! og afhverju er hann svona vinsæll í Austurlenskum lækningum? Hér eru þrjár ástæður: Hann hefur eiginleika til að örfa líkamsstarfsemi okkar þannig að öll kerfi virki betur. Hann hefur einstaklega góð áhrif á ónæmiskerfið, talað er um að ha

Spírurnar frá Ecospíru
Hjá Bændum í bænum færð þú breitt úrval af spírum, enda mikilvæg fæða sem mælt er með að neyta á hverjum degi til að eldast fallega innra sem ytra. Spírur eru formelt fæði og auka orku. Með því að spíra fræ aukast ensím, vítamín og steinefni fræsins. Ensímríkt fæði er auðmelt þar sem það auðveldar upptöku næringarefnanna fyrir líkamann. Með spírun brotna prótein niður í amínósýrur, kolvetni niður í einsykrur, fita í fitusýrur o.s.frv. Spírun brýtur næringarefnin niður í það f

Við elskum tómata
Nú er tómatuppskeran í hámarki og hægt að fá allar tegundir af tómötum með 50% afslætti hjá Bændum í bænum. Það er um að gera að nýta þetta tækifæri til að gera pastasósur og sjóða niður tómata fyrir veturinn. Látum fylgja með einfalda uppskrift sem hægt er að gera eða styðjast við. Pastasósa 2,5 kg tómatar, takið húðina af * 60 ml ólífuolía 3 gulir laukar, meðal stór, saxaðir 1 hvítlaukur, kreista geirara með hvítlaukspressu lúka af fersku basil, saxað fínt 1 grein af fersku