
Áramóta annál frá Akri
Þá er 2016 að lokum komið og þvílíkt ár sem þetta hefur verið. Við fjölskyldan, Gunnar, Linda, Íris og Þórður Óðinn, fluttum okkur frá Noregi til Íslands í janúar til þess að gá hvort að það að vera lífrænir bændur væri eitthvað fyrir okkur. Þetta var sannarlega stór ákvörðun þar sem Linda hafði aldrei fyrr stigið inn í gróðurhús og ég hef notað megnið af mínum yngri árum í að koma mér í burtu frá öllu sem við kemur ræktun og grænmetissölu Laugarási. Svona geta hlutirnir brey