
Hvar er allt Íslenska útigrænmetið?
Sumarið okkar er búið að vera eins og það er búið að vera og ekkert að gera í því. En þó við séum á fullu inni í gróðurhúsunum gengur lífið hægar fyrir sig úti í görðunum.
Ég fór í heimsókn á Hæðarenda til að athuga stöðuna. Ingvar og Svanhvít tóku auðvitað vel á móti mér eins og þeirra er venja og tóku mig í göngutúr um garðana og til að kýkja aðeins á nýju hunangsflugurnar þeirra.
Eins fallegir og garðarnir eru þá eru þeir heilum mánuði á eftir áætlun. Við gátum séð a