
300 plastpokar sluppu við að fara í umferð!
Umbúðarlausa fyrirkomulagið virðist ætla að ganga vel, svo vel að við spyrjum afhverju við erum ekki löngu búinn að gera þetta. Áskriftarkassar vikunnar voru lausir við amk 300 plast umbúðir sem alla jafna hefðu farið í umferð. Það finnst mér ágætt, en hlakka til að skoða tölurnar í lok ársins og síðan þess næsta, því þetta verður bara meira. En þessi afgreiðsluleið væri ekki möguleg án ykkar sem eruð í ákrift. Umbúðirnar eru á sínum stað fyrir tvennar sakir. Annarsvegar til