Apríkósukúlur

Hér er uppskrift að apríkósukúlum fyrir þá sem hafa ekki tíma til að baka eða vilja gera hollt og gott góðgæti. Best að geyma kúlurnar í kæli.
2 dl þurrkaðar apríkósur
2 dl vatn eða appelsínusafi
4 dl heslihnetur
2 msk mandarínuolía
2 msk hunang
2 dl sesamfræ
Setið apríkósurnar í bleyti í um klukkustund. Malið heslihneturnar gróft og blandið mandarínuolíuna saman við. Apríkósur og hunang er síðan blandað við. Búið til litlar kúlur og veltið þeim upp úr sesamfræjum.
Gott er að láta kúlurnar kolna aðeins áður en þær eru snæddar.
Geymið í lokuðu íláti í ískáp... ef þær klárast ekki strax!
