Einfaldur og góður hummus

Það sem þarf er:
1 dós af kjúklingabaunum
1-2 hvítlauksrif
ein lúka af ferskum basil
1-2 msk tahini
4 msk sítrónu-, lime- eða appelsínusafi
1 msk tamarí
1-2 msk olífuolía
Kjúklingabaunir, tahini, hvítlaukur og basil sett í matvinnsluvél, líka hægt að nota töfrasprota. Sítrónu- eða appelsínusafa, tamarí og olífuolíu bætt úti.
Blandið þar til áferðin er silkimjúk.
Kryddið með salt og pipar eins og þurfa þykir.
Hummus! Hrikalega gott og prótenríkt álegg.
