top of page

Best geymda leyndarmál bæjarins

Bændur í bænum hóf starfsemi sína í desember 2009. Staðsetningin í Nethyl 2c var ákveðin þar sem stutt var til allra átta og ekki langt fyrir bændur að koma með vörur sínar til borgarinar. Til að byrja með voru lífrænir ávextir og lífrænt grænmeti á boðstolum, en vöruúrvalið hefur með tímanum aukist og er í dag hægt að fá það helsta sem matvörumarkaður býður upp á;

  • Grænmeti

  • Ávextir

  • Mjólkurvörur

  • Kjöt

  • Þurrmeti

  • Te og kaffi

  • Góðgæti

  • Snyrtivörur

  • Hreinlætisvörur

Áherslan hefur frá upphafi verið að hafa vöruúrvalið lífrænt.

Það eru hjónin Karolína Gunnarsdóttir og Þórður Halldórsson bændur á Akri í Laugarási sem eiga og reka búðina. Þau reka ennig heildsöluna Græna hlekkinn sem flytur inn lífræna ávexti og grænmeti í gegnum Eosta.

Fréttaveita
Síðustu póstar
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Samansafn
bottom of page