Best geymda leyndarmál bæjarins

Bændur í bænum hóf starfsemi sína í desember 2009. Staðsetningin í Nethyl 2c var ákveðin þar sem stutt var til allra átta og ekki langt fyrir bændur að koma með vörur sínar til borgarinar. Til að byrja með voru lífrænir ávextir og lífrænt grænmeti á boðstolum, en vöruúrvalið hefur með tímanum aukist og er í dag hægt að fá það helsta sem matvörumarkaður býður upp á;

  • Grænmeti

  • Ávextir

  • Mjólkurvörur

  • Kjöt

  • Þurrmeti

  • Te og kaffi

  • Góðgæti

  • Snyrtivörur