Möndlustöng
Hrástangir sem ekki þarf að baka.
Uppskrift að orkustöng sem þú veist 100% hvað inniheldur.
Þurrefni
1 bolli möndlur
1 bolli haframjöl (flögur)
½ bolli kókosmjöl
½ bolli graskersfræ
½ bolli sólblómafræ
½ bolli gojiber
¼ bolli kakóníbur
Karamellan
1 msk tahini
½ bolli döðlur, taka stein
¼ bolli kókosolíu
½ bolli hlynsýróp
Aðferð
Setjið möndlur, haframjöl, kókosmjöl, graskersfræ og sólblómafræ í matvinnsluvél og hakkið gróflega. Gott að geyma eina matskeið af hverju til að setja úti eftirá ef þú vilt hafa áferðina grófa. Setjið í stóra skál og bætið við gojiber og kakóníbur, hrærið lauslega saman.
Blandið sama öllum innihaldsefnum í karamellunni, best að nota matvinnsluvél eða töfrasprota. Setjið karamelluna út í þurrefnin, best að nota fingur til að blanda saman. Þetta verður nokkuð klístrað.
Settu bökunarpapír á ofnskúffu. Helltu síðan blöndunni á papírinn og ýttu á til að þétta og móta. Blandan ætti að vera um 2 cm á þykkt.
Setjið í ísskáp í um klukkutíma. Skerið í stangir í þeirri stærð sem hentar. Best að geyma í ískáp.
Verði ykkur að góðu.
