Möndlustöng

Hrástangir sem ekki þarf að baka.

Uppskrift að orkustöng sem þú veist 100% hvað inniheldur.

Þurrefni

 • 1 bolli möndlur

 • 1 bolli haframjöl (flögur)

 • ½ bolli kókosmjöl

 • ½ bolli graskersfræ

 • ½ bolli sólblómafræ

 • ½ bolli gojiber

 • ¼ bolli kakóníbur

Karamellan

 • 1 msk tahini

 • ½ bolli döðlur, taka stein

 • ¼ bolli kókosolíu

 • ½ bolli hlynsýróp

Aðferð

 1. Setjið möndlur, haframjöl, kókosmjöl, graskersfræ og sólblómafræ í matvinnsluvél og hakkið gróflega. Gott að geyma eina matskeið af hverju til að setja úti eftirá ef þú vilt hafa áferðina grófa. Setjið í stóra skál og bætið við gojiber og kakóníbur, hrærið lauslega saman.

 2. Blandið sama öllum innihaldsefnum í karamellunni, best að nota matvinnsluvél eða töfrasprota. Setjið karamelluna út í þurrefnin, best að nota fingur til að blanda saman. Þetta verður nokkuð klístrað.

 3. Settu bökunarpapír á ofnskúffu. Helltu síðan blöndunni á papírinn og ýttu á til að þétta og móta. Blandan ætti að vera um 2 cm á þykkt.

 4. Setjið í ísskáp í um klukkutíma. Skerið í stangir í þeirri stærð sem hentar. Best að geyma í ískáp.

Verði ykkur að góðu.

#uppskrift

Fréttaveita
Síðustu póstar
Posts Are Coming Soon
Stay tuned...
Samansafn

Bændur í bænum

Laugalækur 6

105 Reykjavík - Ísland

Ef þú ert með spurningu skaltu endilega senda okkur póst, við leggjum okkur fram um að svara eins fljótt og við getum.

 • Facebook Clean
 • Pinterest Clean
 • Instagram Clean

Netfang:

postur@baenduribaenum.is

Opnunartímar:
Mán - Föst: 11-18:15

Lau-Sun: Lokað