Sápuhnetur

Hreinn þvottur - Hrein samviska

Sápuhnetur eru í raun ekki hnetur heldur ávöxtur af sápuhnetu-trénu sem vex villt á Indlandi og í fleiri löndum í Asíu. Sápuhneturnar eru týndar af heimafólki sem býr í kring og fær sanngjörn laun fyrir. Þær eru náttúrulega sólþurrkuð án þess að komast í snertingu við efnafræðilegt ferli, skaðleg efni eða tilbúin innihaldsefni. Sápuhneturnar eru lífrænt ræktaðar og er vinnsluferlið þeirra 100% lífrænt.

Sápuhneturnar eru EKKI ætar.

Notkunarleiðbeiningar

Setjið nokkrar skeljar (3-4 fyrir 30°, 1-2 fyrir 60°) í litla taupokann sem fylgir og hnýtið fyrir. Setjið pokann inn í þvottavélina með óhreinum þvottinum og þvoið eins og venjulega.

Allir geta notað sápuhneturnar og eru þær sérstaklega góðar fyrir viðkvæma húð. Þar sem sápuhnetur eru ávöxtur en ekki hnetur þá þarf ekki að óttast hnetuofnæmi.