Saltå Kvarn valið sjálfbærasta vörumerki Svíþjóðar

Í gær, 23. mars, birtust niðurstöður árlegrar könnunar um sjálfbærasta vörumerki Svíþjóðar. Í ár varð fyrir valinu Saltå Kvarn sem er framúrskarandi þegar kemur að lífrænni ræktun, umhverfismálum og félagslegri ábyrgð. Úrtakið var gert á landsvísu og tóku 9500 neytendur þátt. Það er mikill heiður að lenda í fyrsta sæti þar sem mikill fjöldi vel þekktra vörumerkja úr ýmsum atvinnugreinum kom til greina. Svo er líka gaman að segja frá því að 2014 lenti Saltå Kvarn í öðru sæti.

Bændur í bænum þekkja gæði þegar kemur að lífrænni ræktun með áherslu á sjálfbærni og félagslegri ábyrgð enda er Saltå Kvarn vörumerki sem Bændur í bænum kjósa að selja sínum viðskiptavinum.

Núna eru fullar hillur af nýskornu og fersku úr sveitinni. Grænkálið holla og selleríið góða ásamt litfögrum paprikum. Ný sending af vörum frá Saltå Kvarn er komin í hús, svo nú er bara að kíkja í Nethyl 2c og fylla á fjölnota pokann.

Með því að ýta hér getur þú lesið fréttina í heild sinni.

Lífrænar vörur frá Saltå Kvarn

#frettir

Fréttaveita