top of page

Netverslunin opin

Búið er að opna fyrir pantanir á www.graenihlekkurinn.is/verslun fyrir viku 14 þ.e.a.s. 31. mars og 1. apríl. Hægt verður að panta til kl.13 mánudaginn 30. mars fyrir þessa daga. Nú er Páskahelgi framundan og munum við því færa afgreiðsludaga fram um einn dag svo allir fái sitt. Landsbyggðin verður afgreidd á þriðjudeginum sem og þeir sem sækja í Nethylinn. Olísstöðvarnar á Höfuðborgarsvæðinu verða svo keyrðar út á miðvikudeginum. Grænkál og Sellerí frá Akri komið aftur!!! Full búð af allskonar dásemdar kræsingum. Ekki gleyma Vínberjunum frá S-Afríku en við fáum að njóta þeirra nú í nokkrar vikur. Ný sending er komin í hús frá Saltå Kvarn í Svíþjóð. Fjölbreytt úrval af allskonar kornvörum, grjón, baunir, pasta, drykkjarföngum og margt, margt fleirra. Einstaklega fjölbreytt úrval af ferskvörum, bæði í grænmeti og ávöxtum. Alls konar sólargeislar sem við getum notið í skammdeginu. Gullauga kartöflur frá Móðir Jörð og alls konar gróðurhúsagrænmeti frá Akri er það sem við fáum að njóta í íslenskum ferskvörum. Appelsínur og margt fleira leynist í ávöxtunum. Sólargeisli í hverjum bita. Vetraruppskeran er á fullu á Akri með Gúrkur og Plómu-, Kirsuberja-, Plómuberja- og Perlutómatar. Nammi, nammi!!! Mjólk og aðrar vörur frá Bióbú er í mjólkurflokknum. Frá Akri fáum við tómata, gúrkur og allskonar grænt. Móðir Jörð er með kartöflur handa okkur. Eosta sér okkur svo fyrir öðru grænmeti og ávöxtum. Haframjólk og aðrar Drykkjarvörur. Hollustudrykkir út í eitt. Innlend framleiðsla og innfluttar afurðir í fjölbreyttu úrvali, ferskar og ljúffengar. Dásemdar súkkulaði er í "Góðgæti" flokknum sem við fáum frá Kaja Organic. Í Grænmetisflokknum er bara góðmeti, íslenskt og innflutt. Í Ávaxtaflokknum sér Eosta okkur fyrir allskonar góðgæti alls staðar að úr heiminum. Saltå Kvarn vörurnar eru svo út um alla flokka. Munið svo að kíkja í hina flokkana. Fullt af góðum vörum frá okkar bestu framleiðendum. Kíktu á Nature and More gæðakerfið og heimasíðu þess og sjáðu hvaðan ávextirnir koma. Heilsaðu upp á bændurna. Smelltu hér til að komast í verslunina.

Fréttaveita
Síðustu póstar
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Samansafn
bottom of page