top of page

Nature & More


Nature&more.png

1 sent til framtíðar - lítil skref en góður árangur

Að láta gott af sér laiða með matarinnkaupum er hugmyndafræðin á bak við „1 sent til framtíðar“ sem Natur & More standa fyrir. Fyrir hvert kíló af ávöxtum sem selt er í herferðinni fer eitt sent til félagslegra verkefna á hverjum stað. Hugo Sanchez er eplaræktandi hjá Nature & More og hefur með þessu verkefni stutt við 15 fátæk eyðimerkurþorp í Argentínu.

Epli og perur frá Nature & More

bæta líf fólks í eyðimörk Patagóníu

Þegar keypt eru lífræn epli og perur frá Hugo Sanchez fæst meira en bragðgóðir ávextir því hluti af framlegðinni fer í Patagóníueyðumerkurverkefnið. Öll fjölskylda Hugos tekur þátt í verkefninu og stuðlar að betri lífsskilyrðum ásamt bjartari framtíð fyrir heimamenn.

Fjölskylda Hugos vinnur náið með prest staðarins, Javier Aguirre, sem hriti verkefninu af stað. „Að okkar mati er mikilvægsat að tryggja unga fólkinu í El Cuy-héraði góða menntun til að auka framtíðarmöguleika þess,“ útskýrir Hugó. „Ef þau vilja halda áfram skólagöngu eftir grunnskóla þurfa þau að flytja að heiman og fara til General Roca, þar sem framhaldsskólinn er. Það er okkar markmið að styðja þau í þessu ferli. Við höfum líka komið á fót bókasafni og skipuleggjum skoðunarferðir.“ Auk menntunar hefur Patagóníueyðimerkurverkefnið séð um gróðursetningu trjáa, byggingu smárra gróðurhúsa og komið upp hreinlætisaðstöðu og raflögum en þetta er einungis hluti alls sem gert hefur verið.

Til að tryggja að viðskiptavinir Nature & More séu meðvitaðir og fái betri skilning á verkefninu hefur Nature & More látið útbúa fræðsluefni sem sent er til kaupenda.

Auk Patagóníu eru fleiri verkefni sem falla undir 1 cent til framtíðar-herferðina, má þar nefna vatnsbrunn í Búrkína Fasó (sláðu inn kóðan 565 hjá Nature & More til að sjá hvað Zongo Adama hefur gert) og stuðning við kennslu í Mexíkó (sláðu inn kóðan 451 hjá