Lífrænt lambakjöt frá Brekkulæk

03/30/2015

Við heyrum stundum fólk segja að allt íslenskt lambakjöt sé lífrænt, það er ekki rétt. Lífræn ræktun felur meðal annars í sér að ekki er borinn tilbúinn áburður á túnin, lyfjagjöf er minni og ekki er notað grænfóður. Dýrin hafa meiri pláss í fjárhúsunum og geta farið út allt árið, þó þau kjósi nú flest að fara inn í miklu votviðri. Það má því segja að markvist sé tekið tillit til náttúru-, umhverfis- og dýravernd þar sem heildin skiptir máli ásamt hollustu og rekjanleika afurðanna.

 

Friðrik og Henrike á Brekkulæk í Miðfirði hafa verið með lífræna vottun frá vottunarstofunni TÚN ehf síðan 2002 og kjötið frá þeim hefur fengið einróma lof viðskiptavina. Hér er á ferðinni gæðakjöt sem engin ætti að láta fram hjá sér fara.

 

 

Please reload

Fréttaveita

Vikulegir kassar - Pökkunarlisti v.05

January 31, 2019

1/10
Please reload

Síðustu póstar

April 11, 2017

Please reload

Samansafn
Please reload