Lífrænt lambakjöt frá Brekkulæk

Við heyrum stundum fólk segja að allt íslenskt lambakjöt sé lífrænt, það er ekki rétt. Lífræn ræktun felur meðal annars í sér að ekki er borinn tilbúinn áburður á túnin, lyfjagjöf er minni og ekki er notað grænfóður. Dýrin hafa meiri pláss í fjárhúsunum og geta farið út allt árið, þó þau kjósi nú flest að fara inn í miklu votviðri. Það má því segja að markvist sé tekið tillit til náttúru-, umhverfis- og dýravernd þar sem heildin skiptir máli ásamt hollustu og rekjanleika afurðanna.

Friðrik og Henrike á Brekkulæk í Miðfirði hafa verið með lífræna vottun frá vottunarstofunni TÚN ehf síðan 2002 og kjötið frá þeim hefur fengið einróma lof viðskiptavina. Hér er á ferðinni gæðakjöt sem engin ætti að láta fram hjá sér fara.

#frettir

Fréttaveita
Síðustu póstar
Posts Are Coming Soon
Stay tuned...
Samansafn

Bændur í bænum

Laugalækur 6

105 Reykjavík - Ísland

Ef þú ert með spurningu skaltu endilega senda okkur póst, við leggjum okkur fram um að svara eins fljótt og við getum.

  • Facebook Clean
  • Pinterest Clean
  • Instagram Clean

Netfang:

postur@baenduribaenum.is

Opnunartímar:
Mán - Föst: 11-18:15

Lau-Sun: Lokað