top of page

Indverskt rauðlinsu Dhal

Uppskriftin er glútenlaus, vegan, prótenrík og dugar fyrir 6 manns.

Það sem þarf er:

 • 1 stór gulur laukur eða 2 minni

 • 350 g rauðar linsur frá Saltå Kvarn

 • 3 stórir plómutómatar frá Akri

 • 1 msk karrí

 • 1 tsk turmerik

 • 1 tsk cumin (broddkúmen)

 • 1 tsk malaður chili frá Akri

 • 3 hvítlauksgeirar, kreistir eða fínsaxaðir

 • 2 cm ferskur engifer, hakkaður

 • Salt og pipar eftir smekk

 • Kókosolía til steikingar

 • 400 ml kókosmjólk

 • 50-100 ml vatn (ef þurfa þykir)

 • 10 perlutómatar frá Akri, skornir í tvennt

Aðferð:

Leggið linsurnar í bleyti í 15 mín.

Gott að taka til innihaldsefnin á meðan.

Saxið laukinn, hitið kókosolíu á stóra pönnu (eða góðan pott) og setjið laukinn úti.

Setjið karrí, turmerik, cumin, chili, hvítlauk og engifer yfir laukin og steikið saman, þar til laukur er mjúkur.

Saxið plómutómatana og setið úti. Látið tómatana verða mjúka, tekur um 3-5 mínútur. Nú er komin tími til að setja rauðu linsurnar úti. Hellið vatnið af þeim og hrærið þeim varlega saman við laukblönduna. Bætið út í kókosmjólkina og perlutómatana. Látið suðuna koma upp, lækkið þá hitan, setið lok á pönnuna og látið malla í allavegana 15 mínútur.

Það er í lagi að láta Dhal malla lengur, passið bara að hafa lágan hita og hræra varlega í annars lagið. Ef rétturinn stefnir í að verða of þurr er hægt að bæta við vatn eða kókosmjólk til að fá þá áferð sem æskileg er.

Það er gott að bera fram réttinn með vefjum og basil