Pecanpæ
Pæ sem er ætti að vera á boðstólum á hátíðis- og tillidögum eða ef þig langar í eina virkilega góða hráköku.
Botn
3 bollar hafraflögur
1 bolli pecanhnetur
smá sjávarsalt
8 medjool döðlur, taka steinana úr þeim
6-8 msk möndlu- eða haframjólk
Fylling
20 medjool döðlur, lagðar í bleyti, taka steinana úr þeim áður
¼ bolli möndlu- eða haframjólk
1 ½ bolli pecanhnetur
1 tsk vanilludropar
½ tsk kanill
Aðferð
Smyrjið kökuform, 23 cm, með olíu og setjið til hliðar.
Setið hafraflögur og pecanhnetur í matvinnsluvél og malið þar til það er orðið að fínu mjöli. Bætið þá dölum við þar til vel blandað. Setjið 2 msk möndlu- eða haframjólk úti og hrærið þar til degið mótast.
Setjið degið í formið og þjappið í botninn og upp hliðar. Þjappið vel þannig að degið haldist vel saman. Setjið í ískáp meðan fylling er búin til.
Takið vatnið af döðlunum og setjið þær í matvinnsluvélina. Bætið við möndlu- eða haframjólkina, ½ bolla pecanhnetur, vanilludropa og kanill. Látið þetta blandast saman í um 1-2 mínútur. Þegar fyllingin er tilbúin er 1 bolla af pecanhnetum bætt úti og hrært varlega saman við. Setið fyllinguna yfir botninn.
Nú er hægt að skreyta með heilum pecanhnetum, ef óskað.
Setjið plast yfir og látið í frystir í 4 klst. Pecanpæ geymist í allt að viku í frysti með þessu móti, en ef hún er sett í loftþétt box geymist hún allt að fjórar vikur í frysti.
Verði ykkur að góðu.