Magnesíum er ómissandi steinefni

Flestir eru meðvitaðir um nauðsyn þess að fá nóg af kalki, en mikilvægi magnesíum gleymast oft þó það spili í raun mjög mikilvægu hlutverki fyrir starfsemi líkamans. Magnesíum er nauðsynlegt fyrir heilbrigði beina, byggingu og viðhald, fyrir virkni vöðva og tauga, vöxt og þroska, stjórnun á blóðþrýsting og blóðflæði, auk þess sem það hefur áhrif á framleiðslu serótónín „hamingjuhormónið“ svo eitthvað sé nefnt.

Nútíma mataræði, þar sem megin áhersla er lögð á unnin matvæli og tilbúna rétti, getur ollið ójafnvægi á magnesíum eða jafnvel valdið skort á því. Einnig geta ýmis lyf haft áhrif á magnesíum jafnvægið t.d. sýrubindandilyf, þvagræsilyf og í sumum tilfellum sýklalyf.

Þar sem magnesíum hefur áhrif á nær alla starfsemi líkamans getur skortur haft allt frá smávægilegum yfir í alvarlegar afleiðingar.

En hvað er hægt að borða til að auka magnesíum í líkamanum?

Hér er stutt upptalning: