top of page

Magnesíum er ómissandi steinefni

Flestir eru meðvitaðir um nauðsyn þess að fá nóg af kalki, en mikilvægi magnesíum gleymast oft þó það spili í raun mjög mikilvægu hlutverki fyrir starfsemi líkamans. Magnesíum er nauðsynlegt fyrir heilbrigði beina, byggingu og viðhald, fyrir virkni vöðva og tauga, vöxt og þroska, stjórnun á blóðþrýsting og blóðflæði, auk þess sem það hefur áhrif á framleiðslu serótónín „hamingjuhormónið“ svo eitthvað sé nefnt.

Nútíma mataræði, þar sem megin áhersla er lögð á unnin matvæli og tilbúna rétti, getur ollið ójafnvægi á magnesíum eða jafnvel valdið skort á því. Einnig geta ýmis lyf haft áhrif á magnesíum jafnvægið t.d. sýrubindandilyf, þvagræsilyf og í sumum tilfellum sýklalyf.

Þar sem magnesíum hefur áhrif á nær alla starfsemi líkamans getur skortur haft allt frá smávægilegum yfir í alvarlegar afleiðingar.

En hvað er hægt að borða til að auka magnesíum í líkamanum?

Hér er stutt upptalning:

Braselíuhnetur eru frábær uppspretta af magnesíum og reyndar annara gagnlega næringarefna. Í 100g af braselíumhnetum er u.þ.bil 376 mg af magnesíum sem er um 94% af ráðlögðum dagskammti fyrir fullorðina. Þær eru líka hlaðnar selen, en í 100g eru hvorki meir né minna en 2739% af ráðlögðum dagskammti! Auk þess er í þeim kalíum, sínk, K- og E-vítamín, kopar og mangan. Braselíuhnetan er því sannkölluð ofurhneta.

Graskersfræ eru frábær uppspretta af næringarefnum. Í 100g af graskersfræjum er u.þ.bil 535mg af magnesíum sem er um 134% af ráðlögðum dagskammti. Graskersfræ og braselíuhnetur innihalda sömu vítamín og steinefni en í graskersfræjum er auk þess B-vítamín.

Möndlur eru orðnar nokkuð vinsælar á Íslandi og er hægt að fá bæði möndlusmjör, möndlumjólk og hreinar möndlur. Í 100g af möndlum er u.þ.bil 268mg af magnesíum sem er um 72% af ráðlögðum dagskammti. Til að nýta næringarefnin í möndlunni sem best er ákjósanlegt að láta hana liggja í bleyti fyrir notkun.

Sesamfræ eru hreinlega ótrúleg! Þau eru kannski smá en í þeim er ótrúleg uppspretta af magnesíum og annara næringaefna. Í 100g af sesamfræjum er u.þ.bil 351mg af magnesíum sem er um 88% af ráðlögðum dagskammti. Sesamfræ eru líka með hátt hlutfall B6-vítamín, níasín, fólínsýru auk þess sem þau innihalda kalsíum, sink, fosfór, járn, mangan og kopar.

Kakó er unnið úr kakóbaunum og er mjög góð uppspretta á magnesíum. Í 100g af hráu kakódufti er u.þ.bil 499mg af magnesíum sem er um 125% af ráðlögðum dagskammti. Best að taka það fram að hér er átt við duftformið en því miður ekki súkkulaði. Kakó er góð uppspretta andoxunarefna, fenól og trejum.

Annað sem setja ætti inn í mataræði sitt ef auka á magnesíum er m.a. avokadó, fíkjur, döðlur, hnetur, furuhnetur, kasjúhnetur, rúsínur og ferskt grænmeti.

Fréttaveita
Síðustu póstar
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Samansafn
bottom of page