Sesamfræolía frá Vigean

Sesamfræolía hefur í gegnum tíðina verið talin öflug gegn margs konar kvillum og góðir eiginleikar hennar getið í fornum ritum eins og Charaka Samhita, Susruta Samhita og Ebers papyrus (frægur forn papyrus fletta frá forn egypskri menningu).

Sesamfræolían er talin geta hjálpað til við eftirfarandi:

 • Bólgueyðandi

Fitusýrur olíunnar geta dregið úr bólgum í líkamanum.

 • Andoxunarefni

Sesamfræolía inniheldur mikið magn andoxunarefna sem talið er hægja á hrörnun.

 • Góð við sykursýki

Hún stuðlar að jafnari blóðsykri.

 • Blóðþrýstingslækkandi

Hún er talin stuðla að lækkun blóðþrýstings, bætir lípíðsniði í blóði og getur því haft kólestról lækkandi áhrif ásamt því að draga úr hættunni á æðakölkun.

 • Bakteríudrepandi

Sesamfræolía hefur sótthreinsandi áhrif og er talin góð vörn gegn mörgum bakteríusýkingum.

 • Léttir lund

Sesamfræolía inniheldur mikið magn af fólínsýru sem minnkar hættu á taugagalla í vexti. Fólínsýra er talin geta spornað við þunglyndi (vægt/miðlungs) og almennt góð fyrir heilsu manna.

 • Verndar DNA

Sesamfræolía er talin vernda DNA frumur líkamans fyrir skemmdum af ytri þáttum, eins og geislun.

 • Mýkjandi

Hún er rakagefandi og hægt að nota hana sem rakakrem fyrir þurra húð með inntöku og jafnvel útvortis í slæmum tilfellum.

 • Sólarvörn

Sesamfræolía hefur náttúrulegt SPF, þótt vægt sé, en það þýðir ekki að bera olíuna saman við „sunblocks“.

 • Afeitrun

Sesamfræolía er ágætis nuddolía, hún er einn af fáum olíum sem talin er fjarlægja eiturefni úr líkamanum. Að auki skapar olían hita tilfinningu sem er talin góð í nuddi.

 • Hægðalyf

Olían hefur hægðalosandi áhrif og getur því verið fyrsta hjálp við hægðatregðu.

Vigean hágæðavörur frá Frakklandi

#frettir

Fréttaveita