top of page

Við elskum tómata

Nú er tómatuppskeran í hámarki og hægt að fá allar tegundir af tómötum með 50% afslætti hjá Bændum í bænum. Það er um að gera að nýta þetta tækifæri til að gera pastasósur og sjóða niður tómata fyrir veturinn. Látum fylgja með einfalda uppskrift sem hægt er að gera eða styðjast við.

Pastasósa

2,5 kg tómatar, takið húðina af *

60 ml ólífuolía

3 gulir laukar, meðal stór, saxaðir

1 hvítlaukur, kreista geirara með hvítlaukspressu

lúka af fersku basil, saxað fínt

1 grein af fersku blóðbergi eða 1 msk þurrkað

1 grein af fersku oregano eða 1 msk þurrkað

2 lárviðarlauf, taka í burtu þegar sósan er tilbúin

2 greinar af ferskri steinselju, saxað fínt

1 tsk sjávarsalt

1 stór gulrót, söxuð. Geyma helminginn þar til 30 mín er eftir af suðunni.

1 msk ferskur sítrónusafi

* Einföld leið til að taka húð af tómata: Skerið „x“ á tómatan, setja hann í sjóðandi vatn í ca. 10 sek og láta hann svo í ískalt vatn með klökum. Húðin ætti þá að renna auðveldlega af.

Leiðbeiningar

  1. Olífuolía sett í stóra pönnu eða pott á miðlungshita.

  2. Bætið úti lauk, hvítlauk og helminginn af gulrótinni.

  3. Látið malla þar til laukur er glær og mjúkur.

  4. Bætið úti tómatana, basil, oregano, lárviðarlauf, steinselju og sjávarsalt.

  5. Látið malla við lágan hita í 2-3 klst eða þar til sósan er búin að sjóða niður og búin að dökkna.

  6. Takið lárviðarlafin og stilkana af kryddinu úr.