Við elskum tómata

Nú er tómatuppskeran í hámarki og hægt að fá allar tegundir af tómötum með 50% afslætti hjá Bændum í bænum. Það er um að gera að nýta þetta tækifæri til að gera pastasósur og sjóða niður tómata fyrir veturinn. Látum fylgja með einfalda uppskrift sem hægt er að gera eða styðjast við.

Pastasósa

2,5 kg tómatar, takið húðina af *

60 ml ólífuolía

3 gulir laukar, meðal stór, saxaðir

1 hvítlaukur, kreista geirara með hvítlaukspressu

lúka af fersku basil, saxað fínt

1 grein af fersku blóðbergi eða 1 msk þurrkað

1 grein af fersku oregano eða