Spírurnar frá Ecospíru

Hjá Bændum í bænum færð þú breitt úrval af spírum, enda mikilvæg fæða sem mælt er með að neyta á hverjum degi til að eldast fallega innra sem ytra.

Spírur eru formelt fæði og auka orku. Með því að spíra fræ aukast ensím, vítamín og steinefni fræsins. Ensímríkt fæði er auðmelt þar sem það auðveldar upptöku næringarefnanna fyrir líkamann. Með spírun brotna prótein niður í amínósýrur, kolvetni niður í einsykrur, fita í fitusýrur o.s.frv. Spírun brýtur næringarefnin niður í það form sem líkaminn getur nýtt sér og tekur upp í gegnum slímhúð meltingarfæranna. Með neyslu spíraðrar fæðu eyðir líkaminn þannig ekki orku né eigin emsímforða til að brjóta niður fæðuna heldur tekur næringarefnin beint upp. Þá eru spírurnar próteinríkar, lágar í fitu, án kólesterols og vítamínríkar og innihalda ríkuleg jurtaefni sem hafa góð áhrif á heilsu.

Spírur innihalda ríkulegt magn andoxunarefna, einkum A, C og E auk jurtaefna sem eiga auðvelda leið úr meltingarveginum út í blóðið vegna ensíma sem verða til við spírunina.