Weleda


Weleda stofnað 1921

Hjá Bændum í bænum færð þú vörur frá Weleda, en hvað er svona sérstakt við þetta fyrirtæki og vörurnar sem þeir framleiða? Hér er smá samantekt til fræðslu.

Weleda var stofnað í Sviss árið 1921 af efnafræðingnum Oskar Scmiedel ásamt Dr. Wegman og Dr. Rudolf Steiner. Síðan þá hefur Weleda framleitt lyf sem byggja á mannspeki Rudolf Steiner og húðvörur úr lækningajurtum, steinefnum, náttúrulegum jurtaolíum og hreinum ilmkjarnaolíum.

Einstök þekking liggur á bak við húðvörurnar og eru þær gerðar til að hjálpa húðinni að viðhalda sinni náttúrulegu starfs