top of page

Weleda


Weleda stofnað 1921

Hjá Bændum í bænum færð þú vörur frá Weleda, en hvað er svona sérstakt við þetta fyrirtæki og vörurnar sem þeir framleiða? Hér er smá samantekt til fræðslu.

Weleda var stofnað í Sviss árið 1921 af efnafræðingnum Oskar Scmiedel ásamt Dr. Wegman og Dr. Rudolf Steiner. Síðan þá hefur Weleda framleitt lyf sem byggja á mannspeki Rudolf Steiner og húðvörur úr lækningajurtum, steinefnum, náttúrulegum jurtaolíum og hreinum ilmkjarnaolíum.

Einstök þekking liggur á bak við húðvörurnar og eru þær gerðar til að hjálpa húðinni að viðhalda sinni náttúrulegu starfsemi, ekki bara á yfirborðinu heldur líka djúpt niðri, með því að sjá henni fyrir vítamínum, steinefnum og mikilvægum fitusýrum.

Á sínum tíma lögðu stofnendur Weleda grunninn að görðum þar sem ræktaðar voru þær jurtir sem notaðar voru við framleiðsluna og var sjálfbærni, lífræn ræktun og mannspeki Rudolf Steiner ávallt höfð að leiðarljósi. Í dag er enn notast við garðana þótt með aukinni framleiðslu sé einnig fengnar vottaðar jurtir frá öðrum ásamt því að styrkja sanngirnisvottuð verkefni.

Þessi hefð og þekking í bland við nútíma vöruþróun er notuð til að ná fram hinum náttúrulegu þáttum í húðvörunum Weleda og til að tryggja hámarksárangur eru allar jurtir og önnur hráefni valin af kostgæfni. Strangt eftirlit er með vörunum og reglulega eru gerðar prufur hvað varðar húðsjúkdóma og klínískar prófanir.

Vörur Weleda eru vottaðar af NaTrue sem náttúrulegar og lífrænar húðvörur. Þær hafa ekki verið prófaðar á dýrum.

Weleda – kona með mikla þekkingu á náttúrunni

Dr. Rudolf Steiner valdi nafnið Weleda til heiðurs hinni ævafornu hefð keltneskra kvenna að nýta lækningajurtir náttúrunnar til að líkna og lækna sjúka. Þessar djúpvitru konur kölluðust Veledur og miðluðu þær af kunnáttu sinni og þekkingu á náttúr