Kínóahrökkbrauð með ost og kúmen

Stökkt glútenlaust hrökkbrauð með ljúffengu osta og kúmmen bragði. Gott að eiga það til með morgunmatnum, súpunni eða bara sem meðlæti með ostabakkanum.

Innihald:

 • 50g Bragðmikill ostur

 • 2 dl Kínóamjöl

 • ½ dl Hörfræ

 • ½ dl Graskersfræ

 • ½ dl Sólblómafræ

 • 2 tsk kúmen, heill

 • 1 egg

 • 2 msk Olífuolía með basil

 • 2 dl vatn

 • Salt

Aðferð:

 1. Rífa ostinn og blanda saman öll innihaldsefni, nema vatn, í skál.

 2. Hitið vatnið og setjið út í skálina og hrærið saman.

 3. Setjið bökunarpappír á ofnskúffu, hellið innihaldinu á pappírinn og smyrjið þunnt.

 4. Bakað á 150°C í miðjum ofn í 30-60 mínútur eða þar til hrökkbrauðið er orðið þurrt.

 5. Látið hrökkbrauðið kólna og brjótið í minni bita.

Uppskriftin gerir um 15 stk.

Uppskrift fengin af heimasíðu Saltå Kvarn.

#uppskrift

Fréttaveita
Síðustu póstar
Posts Are Coming Soon
Stay tuned...
Samansafn

Bændur í bænum

Laugalækur 6

105 Reykjavík - Ísland

Ef þú ert með spurningu skaltu endilega senda okkur póst, við leggjum okkur fram um að svara eins fljótt og við getum.

 • Facebook Clean
 • Pinterest Clean
 • Instagram Clean

Netfang:

postur@baenduribaenum.is

Opnunartímar:
Mán - Föst: 11-18:15

Lau-Sun: Lokað