Kínóahrökkbrauð með ost og kúmen
Stökkt glútenlaust hrökkbrauð með ljúffengu osta og kúmmen bragði. Gott að eiga það til með morgunmatnum, súpunni eða bara sem meðlæti með ostabakkanum.

Innihald:
50g Bragðmikill ostur
2 dl Kínóamjöl
½ dl Hörfræ
½ dl Graskersfræ
½ dl Sólblómafræ
2 tsk kúmen, heill
1 egg
2 msk Olífuolía með basil
2 dl vatn
Salt
Aðferð:
Rífa ostinn og blanda saman öll innihaldsefni, nema vatn, í skál.
Hitið vatnið og setjið út í skálina og hrærið saman.
Setjið bökunarpappír á ofnskúffu, hellið innihaldinu á pappírinn og smyrjið þunnt.
Bakað á 150°C í miðjum ofn í 30-60 mínútur eða þar til hrökkbrauðið er orðið þurrt.
Látið hrökkbrauðið kólna og brjótið í minni bita.

Uppskriftin gerir um 15 stk.
Uppskrift fengin af heimasíðu Saltå Kvarn.