Regnbogasalat
Regnbogasalat með brokkólí&smáraspírum, stútfullt af andoxunarefnum. Passar með hverju sem er en getur líka staðið eitt og sér og þá er bætt útí salatið spíraðri prótínblöndu frá Ecospíru. Salatið
120 g spínat skorið í tvennt
220 g grænkál, stilkurinn skorinn frá og grænkálið skorið í ræmur og nuddað í höndunum með dressingunni
1 bolli söxuð steinselja
½ bolli saxað kóríander
1 bolli gulrætur í strimlum
1 bolli gúrka í teningum
1 gul paprika, skorin í strimla
1 bolli tómatar – kókteiltómatar helmingaðir
½ bolli kalamata olívur
Nokkrir rauðkálsstrimlar, fínskornir með ostaskera.
25 gr pekanhnetur, ristaðar
50 g brokkólí- og smáraspírur frá Ecospíru
Allt sett í salatskál nema spírurnar sem settar eru yfir salatið eftir salatsósunni.
Salatsósa
2 hvítlauksrif
½ tsk salt
2 msk sítrónusafi
1 tsk cumin. malað
1 tsk timian
½ tsk svartur pipar
1 tsk hunang
1 msk (30g) möndlumauk
½ bolli vatn eða jafnvel örlítið meira.
Allt sett í blandara og dreift yfir salatið. Brokkólí- og smáraspírurnar dreift yfir síðast. Njótið helgarinnar.