top of page

Hvernig á að afhýða möndlur?

Í sumum uppskriftum á að nota möndlur án hýði, hugsanlega átt þú bara möndlur með hýði! Það er ekkert mál því það tekur um fimm mínútur eða svo að taka hýðið af... alveg satt.

Hér eru leiðbeiningar -Einfalt og þægilegt

  1. Settu vatn í lítinn pott og láttu suðuna koma upp.

  2. Settu möndlurnar út í sjóðandi vatnið. Láttu þær sjóða í nákvæmlega eina mínútu. Ef þú sýður þær lengur verða þær mjúkar. Mundu 60 sekúndur ... best að taka tíman.

  3. Hafðu sigti tilbúið til að hella möndlurnar í og láttu renna kalt vatn á þær til að kæla þær fljótt niður.

  4. Þurrkaðu möndlurnar með eldhúsbréfi eða viskustykki. Þú munt taka eftir því að hýðið er orðið laust á möndlunni.

  5. Notaðu puttana og kreistu hýðið af möndlunni. Það getur verið ágætt að kreista yfir í lófan á hinni hendinni þannig að mandlan skjótist ekki yfir hálft herbergið.

  6. Þegar búið er að losa hýðið er best að láta möndluna þorna almennilega og að sjálfsögðu á að setja hýðið í safnhauginn.

  7. Möndlurnar eru nú tilbúnar til notkunar... einfalt ekki satt!

Fréttaveita
Síðustu póstar
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Samansafn
bottom of page