top of page

Niðursoðnir grænir tómatar

Afarvenjulegir Bændur á Akri létu okkur hafa uppskrift að niðursoðnum grænum tómötum. Þessir tómatar eru fínasta meðlæti og fara vel með öllum mat.

Að sjóða niður tómata er gamall og góður siður og gefur okkur tækifæri til að njóta góðra ávaxta langt fram eftir vetri. Uppskriftina hafa Bændur aðeins poppað upp og hafa bæði chilí og papríku með, sem er ekki nauðsynlegt... heldur bara gott.

Gott með öllum mat

Hráefni

  • 1kg grænir tómatar

  • 2 stk papríkur

  • 1 stk chilípipar

Edikslögur

  • 2 dl hrásykur

  • 2 dl vínedik 5% (eða eplaedik ef þú átt ekki annað til)

  • 3 dl vatn

Þvoið allt grænmetið. Gott er að sótthreinsa glösin með því að setja smá vatn í þau og inn í ofn við 100 °C í ca. 20 mínútur.

  1. Stingið í tómatana eða skerið stóra tómata í bita.

  2. Skerið papríkur í strimla eða bita og hreinsið burt fræhirslur.