Tómatsulta fyrir vandláta

Hér er einföld uppskrift að tómatsultu. Þessi uppskrift er ævagömul og var mikið notuð þegar tómatar voru á tilboði. Bragðið svipar til appelsínumarmelaði.

 

Innihald

  • 1 kg tómatar

  • 2 stk sítrónur

  • 450 gr hrásykur

 

Aðferð

  1. Skerið tómatana í bita.

  2. Skerið endana af sítrónunum, raspið börkinn af, takið hvíta innri börkinn í burtu og hendið honum. Skerið sítrónurnar í bita.

  3. Setjið allt í pott og bætið úti hrásykurinn.

  4. Látið suðu koma upp og látið malla í 40 mínútur við lágan hita, en 60 mínútur ef tómatarnir eru mjög þroskaðir*.

  5. Setjið innihaldið í sótthreinsaðar krukkur.

*Ef tómatarnir eru mjög þroskaðir getur verið gott að bæta úti 2-4 græna tómata til að sultan verði þykkri.

 

 

 

Please reload

Fréttaveita

Vikulegir kassar - Pökkunarlisti v.05

January 31, 2019

1/10
Please reload

Síðustu póstar

April 11, 2017

Please reload

Samansafn
Please reload