Hádegisnestið - létt marínerað grænmeti og spírur

Blaðlauksspírur eru ríkar af A-, B-, C- og E-vítamínum en einnig steinefnum, sérstaklega kalsíum, fosfór, járni, brennisteini og magnesíum. Þær hafa græðandi eiginleika, eru bakteríudrepandi, lækka kólesteról og styrkja ónæmiskerfið. Þá eru spírurnar mjög auðugar af andoxunarefnum og ensímríkar sem hjálpar til við meltingu og niðurbrot fæðunnar. Hér er réttur sem gott er að útbúa kvöldinu áður og taka með í nesti daginn eftir. Maríneringin brýtur niður sterkjuna í grænmetinu og umbreytir í mjólkursýrugerla sem gerir grænmetið auðmeltara og næringarríkara.Í litum grænmetisins, sem og í grænmetinu sjálfu, felast mörg mismunandi andoxunar- og jurtaefni sem rannsóknir hafa sýnt að hafa margvíslegu og mikilvægu hlutverki að gegna í líkamanum með tilliti til heilsu. Í þennan rétt er valið ferskasta grænmetið sem völ er á hverju sinni, helst í öllum regnbogans litum. Létt marínerað grænmeti með blaðlauksspírum eða öðrum eftir smekk

  • 1 kúrbítur, skorinn langsum í frekar þunnar sneiðar

  • 1 dl blómkálsblóm í litlum bitum

  • 1 dl brokkólíblóm í litlum bitum

  • 1 dl smátt skornar gulrætur, langsum