Bókhveiti

Fróðleiksmolar um bókhveiti
Þrátt fyrir nafnið er bókhveiti ekki korntegund, það er aftur á móti skylt jurtum eins og súrum og rabarbara. Það er fræ plöntunar sem er nýtt til manneldis og er neysla þess almenn í Asíulöndum en fer vaxndi á Vesturlöndum.
Rannsóknir benda í vaxndi mæli til þess að regluleg neysla bókhveitis hefur ýmis heilsubætandi áhrif.
Það er næringarríkt og ríkt af trefjum.
Það inniheldur ekki glúten og hentar því fólki með slíkt óþol.
Það virðist efla blóðsykurjafnvægi og hafa jákvæð áhrif á virkni insúlíns.
Þar sem það er trefjaríkt, dregur neysla þess úr hættu á myndun gallsteina, auk þess eru líkur á að það gæti dregið út krabbameinsmyndun í meltingarvegi.
En hvaða korntegundir innihalda glúten?
Bygg
Bulgur
Hveiti
Heilheiti
Hafrar
Spelt
Kúskús
Rúgur