Kínóa með spíraðri próteinblöndu

Kínóa er próteinríkt og inniheldur allar mikilvægustu amínósýrurnar sem líkaminn þarfnast. Spíraða próteinblandan fer mjög vel með kínóa og getur þessi réttur staðið einn og sér þar sem hann er mjög næringarríkur. Einnig er hægt að hafa hann með aðalrétt og/eða salati. Kínóa með spíraðri próteinblöndu og radísuspírum með sítrónu vinaigrette.

 • 1 bolli kínóa

 • 2 bollar vatn

 • 1 ½ tsk grænmetiskraftur

 • ½ tsk turmerik

 • Svartur pipar á hnífsoddi

Aðferð Sjóðið 1 bolla af kínóa í 2 bollum af vatni og látið suðuna koma upp. Hellið þá mestu af vatninu af. Bætið jafnmiklu vatni og helt var af aftur í pottinn, setjið grænmetiskraftinn og kryddið útí og sjóðið í 10 mínútur, takið af hellunni og hafið lokið á. Látið kólna. Blandið síðan saman við soðið kínóað:

 • 1 rauða papriku í teningum

 • 1 box koktailtómata, skorna í tvennt

 • 100 g kalamata ólífur

 • 1 lítinn rauðlauk smátt saxaðann

 • 8 sólþurrkaða tómata, skorna í bita.

 • 150 g spíraða próteinblöndu frá Ecospíru

Sítrónu vinaigrette

 • 3 msk ólífuolía

 • 1 msk sítrónusafi

 • 1 hvítlauksrif, pressað

 • 1 msk þurrt tímían

 • 2-3 greinar grófsaxað ferskt kóríander

 • 1 msk grófsöxuð fersk steinselja,

 • ¼ tsk saltflögur

Öllu blandað saman og síðan blandað við kínóasalatið. Njótið vel.

Uppskrift fengin frá Ecospíru. Ljósmynd: Áslaug Snorradóttir

#uppskrift #frettir

Fréttaveita
Síðustu póstar
Posts Are Coming Soon
Stay tuned...
Samansafn

Bændur í bænum

Laugalækur 6

105 Reykjavík - Ísland

Ef þú ert með spurningu skaltu endilega senda okkur póst, við leggjum okkur fram um að svara eins fljótt og við getum.

 • Facebook Clean
 • Pinterest Clean
 • Instagram Clean

Netfang:

postur@baenduribaenum.is

Opnunartímar:
Mán - Föst: 11-18:15

Lau-Sun: Lokað