Döðluhrákaka

Hér er uppskrift að einfaldri hráköku sem gott er að eiga í frysti.

 

Innihaldsefni

 • 500 gr medjool döðlur

 • 2-3 bananar

 • 3-4 dl kókosmjöl, kakan má ekki vera of blaut

 • 2 dl haframjöl

 • ½ dl kakó

 • 2 tsk kanill

 • 1/2 vanillustöng

 • 90 gr kókosolía

 

Aðferð

 1. Döðlurnar lagðar í bleyti í 10 mín til að mýkja þær. Vatninu er síðan hellt af og döðlurnar settar í matvinnsluvél, líka hægt að nota töfrasprota.

 2. Þurrefnum og olíu bætt úti.

 3. Vanillustöng skorinn í tvennt, skafa fræ úr og setja úti blönduna.

 4. Bananar stappaðir og settir úti síðast.

 5. Setja í sílíkon form, þjappa vel niður og strá yfir kókosflögum.

 6. Frysta.

Nú þarf bara að bíða í nokkrar klukkustundir og laumast svo í frystirinn og fá sér sneið.

 

 

Please reload

Fréttaveita

Vikulegir kassar - Pökkunarlisti v.05

January 31, 2019

1/10
Please reload

Síðustu póstar

April 11, 2017

Please reload

Samansafn
Please reload