Döðluhrákaka

Hér er uppskrift að einfaldri hráköku sem gott er að eiga í frysti.

Innihaldsefni

 • 500 gr medjool döðlur

 • 2-3 bananar

 • 3-4 dl kókosmjöl, kakan má ekki vera of blaut

 • 2 dl haframjöl

 • ½ dl kakó

 • 2 tsk kanill

 • 1/2 vanillustöng

 • 90 gr kókosolía

Aðferð

 1. Döðlurnar lagðar í bleyti í 10 mín til að mýkja þær. Vatninu er síðan hellt af og döðlurnar settar í matvinnsluvél, líka hægt að nota töfrasprota.

 2. Þurrefnum og olíu bætt úti.

 3. Vanillustöng skorinn í tvennt, skafa fræ úr og setja úti blönduna.

 4. Bananar stappaðir og settir úti síðast.

 5. Setja í sílíkon form, þjappa vel niður og strá yfir kókosflögum.

 6. Frysta.

Nú þarf bara að bíða í nokkrar klukkustundir og laumast svo í frystirinn og fá sér sneið.

#uppskrift #frettir

Fréttaveita
Síðustu póstar
Posts Are Coming Soon
Stay tuned...
Samansafn

Bændur í bænum

Laugalækur 6

105 Reykjavík - Ísland

Ef þú ert með spurningu skaltu endilega senda okkur póst, við leggjum okkur fram um að svara eins fljótt og við getum.

 • Facebook Clean
 • Pinterest Clean
 • Instagram Clean

Netfang:

postur@baenduribaenum.is

Opnunartímar:
Mán - Föst: 11-18:15

Lau-Sun: Lokað