top of page

Svalandi límonaði

Það sem þarf til að gera 2 lítra af límonaði er:

  • 8 sítrónur

  • 2 lime

  • Hrásykur frá Saltå Kvarn

  • Ískalt íslenskt vatn

  • Mikið af klökum

Aðferð

  1. Kreista safan úr sítrónum og lime.

  2. Þar næst mælir þú til jafns við heildarmagn safans, 1/2 sykur og 1/2 vatn.

  3. Settu sykur og vatn í pott og láttu malla þar til sykurinn er uppleystur, láta kólna.

  4. Blandaðu síropinu og safanum saman.

Til hamingju! Þú ert búin að búa til límonaði þykkni. Nú getur þú sett klaka í glas og blandað þér dýrindis límonaði.

Fréttaveita
Síðustu póstar
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Samansafn
bottom of page