Pestó – grænt og gott

Það má auðvitað nota annað grænt í stað steinselju og basil, aðrar hnetur í stað furuhneta og ef þér finnst parmesan ekki góður má nota annan harðan ost. Um að gera að prufa sig áfram og finna það sem þér finnst gott.

En hér er uppskrift af pestói sem vakið hefur hamingju hjá mörgum á ýmsum aldri.

Innihaldsefni

 • 100g steinselja frá Dalsá

 • 30g basil frá Akri

 • 75g furuhnetur frá Saltå Kvarn

 • 100g parmesan

 • 2 hvítlauksgeirar

 • ½-1 tsk salt

 • 1 dl olífuolía classico frá Saltå Kvarn

Aðferð

 1. Settu helminginn af steinselju og basil með hnetum, osti, hvítlauk og salti í matvinnsluvél. Blandið þar til allt er vel maukað.

 2. Setjið afganginn af steinseljunni og basilinu úti og blandið þar til þetta er orðið að vel blandað. Notið sleif til að skafa maukið af hliðunum á skálinni.

 3. Hafið matvinnsluvélina í gangi og látið olífuolíuna leka í mjórri bunu og blandast maukinu. Ef notuð er lítil olía er maukið gott til að smytja á brauð eða nota á pitsur. Ef notað er meiri olía verður þetta að sósu sem gott er að nota á spagetti eða í súpur. Munið að nota sleif til að skafa hliðarnar og blanda eins og þörf þykir.

 4. Smakkið og bætið við salt, hvítlauk, ost eða hnetur ef þurfa þykir.

Best er að nota pestóið strax eða innan örfárra daga. Það er líka hægt að frysta pestóið og getið þið þá geymt það í nokkra mánuði.

#uppskrift #frettir

Fréttaveita
Síðustu póstar
Posts Are Coming Soon
Stay tuned...
Samansafn

Bændur í bænum

Laugalækur 6

105 Reykjavík - Ísland

Ef þú ert með spurningu skaltu endilega senda okkur póst, við leggjum okkur fram um að svara eins fljótt og við getum.

 • Facebook Clean
 • Pinterest Clean
 • Instagram Clean

Netfang:

postur@baenduribaenum.is

Opnunartímar:
Mán - Föst: 11-18:15

Lau-Sun: Lokað