top of page

Hreinsandi safi með birki


Birkisafinn hjálpar líkamanum að hreinsa sig á náttúrulegan hátt

Birki hefur verið notað í margar aldir til að hjálpa líkamanum að ná jafnvægi og þar með betri líðan. Birki er vel þekkt fyrir losandi og hreinsandi eiginleika sína.

Birkisafinn frá Weleda er:

  • Bragðgóður

  • Vatnslosandi

  • Losar bjúg

  • Hreinsandi

Allt er þetta mikilvægt fyrir líkamlega vellíðan.

Birkisafinn er yfirleitt notaður í þriggja vikna hreinsikúra. Birkiþykknið er þá blandað við lífrænt ræktaðan sítrónusafa sem ýtir enn frekar undir losun líkamans á óækilegum efnum. Þegar farið er á hreinsikúr með birkisafanum er ráðlagt að taka 20-30 ml daglega.

Birkið sem Weleda notar kemur úr vottaðri villtri ræktun í Suður-Böhmen í Tékklandi. Árið 1992 hófst samstarf á milli Weleda og Leo Tarhaba, síðan þá hefur Weleda fengið hjá honum meira en 265 tonn af ferskum birkilaufum árlega. Það er um 400 manns sem vinna við uppskeruna frá miðjum maí og fram í miðjan júní. Það er á þessum tíma sem plantan er á sínu líflegasta skeiði og inniheldur mest af virkum efnum. Við sólarupprás hefst vinnan, birkilaufin eru handtínd og með því að tína einungis lauf sem hægt er að ná til af jörðinni, er þess gætt að jafnvægi sé viðhaldið. Um hádegi er laufunum skilað á um 30 safnstaði, þar sem laufin eru vigtuð og gæðaeftirlit fer fram. Á hverjum starfstað er umsjónarmaður sem ber ábyrgð á því að laufin séu tínd á umhverfisvænan hátt.

Hjá bændum í bænum er hægt að fá birkisafa og aðrar vörur frá