Komdu flórunni í lag með Vita Biosa

Heilbrigð þarmaflóra er ein af grunnstoðum góðrar heilsu. Án hennar getur melting, upptaka og nýting næringarefna ekki gengið eðlilega fyrir sig. Í meltingarfærunum býr einnig stór hluti ónæmiskerfis okkar og flóran spilar þar stórt hlutverk í að verja okkur fyrir óboðnum gestum sem geta valdið sýkingum og öðrum óskunda. Það er því gríðarlega mikilvægt að hlúa vel að meltingarflórunni.

Vita Biosa er góðgerladrykkur sem unninn er úr 19 lífrænum jurtum.

Jurtirnar í Vita Biosa eru:

Anis, basil, grikkjasmári, dill, einir, fennil, yllir, engifer, ætihvönn, garðkerfill, lakkrísrót, oregano, piparmynta, steinselja, kamilla, rósmarín, salvía, brenninetla og blóðberg.

Jurtirnar eru gerjaðar með probiotic bakteríum*. Við gerjun fjölgar bakertíunum þegar þær brjóta niður kolvetni og mynda lífræna sýru, nánar tiltekið mjólkursýru.Þegar öll kolvetni hafa verið brotin niður er gerjun lokið og afurðin er orðin sykurlaus.