top of page

Komdu flórunni í lag með Vita Biosa

Heilbrigð þarmaflóra er ein af grunnstoðum góðrar heilsu. Án hennar getur melting, upptaka og nýting næringarefna ekki gengið eðlilega fyrir sig. Í meltingarfærunum býr einnig stór hluti ónæmiskerfis okkar og flóran spilar þar stórt hlutverk í að verja okkur fyrir óboðnum gestum sem geta valdið sýkingum og öðrum óskunda. Það er því gríðarlega mikilvægt að hlúa vel að meltingarflórunni.

Vita Biosa er góðgerladrykkur sem unninn er úr 19 lífrænum jurtum.

Jurtirnar í Vita Biosa eru:

Anis, basil, grikkjasmári, dill, einir, fennil, yllir, engifer, ætihvönn, garðkerfill, lakkrísrót, oregano, piparmynta, steinselja, kamilla, rósmarín, salvía, brenninetla og blóðberg.

Jurtirnar eru gerjaðar með probiotic bakteríum*. Við gerjun fjölgar bakertíunum þegar þær brjóta niður kolvetni og mynda lífræna sýru, nánar tiltekið mjólkursýru.Þegar öll kolvetni hafa verið brotin niður er gerjun lokið og afurðin er orðin sykurlaus.

Þreföld virkni Vita Biosa

  1. Mjólkursýrur hjálpa til við að stjórna sýrustigi í þörmum og hafa hamlandi áhrif á rotnunar bakteríur, sníkjudýr og aðrar óækilegar örverur. Góðu bakteríurnar í meltingarfærunum hafa þess vegna betri möguleika á að fjölga sér og skapa heilbrigt umhverfi, þar sem matvæli eru melt þannig að líkaminn fær nauðsynleg næringarefni. Einnig er losun úrgangsefna skilvísari og safnast ekki upp í líkamanum.

  2. Allar jurtirnar eru þekktar lækningajurtir og hafa verið notaðar í aldanna rás. Þær hafa jákvæð áhrif á meltinguna og veita líkamanum gagnleg andoxunarefni sem vinna gegn þróun sindurefna. Sindurefni hafa eyðileggjandi áhrif á frunum líkamans og geta valdið veikindum.

  3. Vita Biosa inniheldur mjólkursýru bakteríur, sem eru í dvala fyrir neyslu vegna lágs pH gildis og skorts á næringu. Þegar örverurnar koma inn í meltingarveginn byrja þær aftur að fjölga sér. Mjólkursýran vinnur með öðrum gagnlegum örverum í þörmunum og eru færar um að herja á aðrar skaðlegar örverur.

Hvernig á að nota Vita Biosa?

Vita Biosa er notað sem fæðubótarefni í skömmtum frá 1 teskeið upp í 100 ml. Venjulega er mælt með 10 ml, einu sinni til þrisvar sinnum á dag. Best er að taka það inn með mat, en einnig er hægt að nota það milli mála. Það ætti að drekka það óþynnt eða með litlu glasi af vatni. Fyrir börn eldri en 1 árs er mælt með 5 til 10 ml á dag.

Vita Biosa er án sykurs, mjólkurafurða og glúteins.

Vita Biosa bætir meltinguna og er án sykurs, mjólkurafurða og glúteins

*Lactobacillus acidophilus LA5, Bifidobacterium animalis subsp. lactis BB12, Lactobacillus paracasei subsp. paracasei L.casei 431, Streptococcus thermophilus, Lactococcus lactis subsp. lactis, Lactococcus lactis subsp. lactis biovar deacetylacis og Leuconostos pseudomesenteroides.

#frettir

Fréttaveita
Síðustu póstar
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Samansafn
bottom of page