Rauð linsubaunasúpa

Uppskrift fyrir 4

Linsubaunasúpa sem er saðsöm og hitagefandi, enda hentar hún einstaklega vel þegar kolna fer í veðri. Best er að leggja linsurnar í bleyti nokkrum klukkustundum áður en þær eru eldaðar. Ef þú vilt kremaða áferð á súpunni er gott að mauka hana t.d. með töfrasprota.

Innihald

Hitagefandi vetrarsúpa.

100g Rótarsellerí

 • 100g Blaðlaukur

 • 1 tsk Karrí

 • Ólífuolía frá Saltå Kvarn til steikingar

 • 1 dl Rauðar linsur frá Saltå Kvarn

 • Ein krukka af heilum tómötum frá Saltå Kvarn

 • 5 dl Grænmetiskraftur

 • 1 tsk Balsemico bianco frá Saltå Kvarn

 • Sítrónusafi nokkrir dropar

 • Salt og pipar eftir smekk

 • 2 dl Sýrður rjómi

 • Steinselja söxuð

Aðferð

 1. Hýðið tekið af rótarsellerí og það rifið gróft.

 2. Blaðlaukur skorinn í strimla.

 3. Steikja rótarsellerí og blaðlauk með olífuolíu og karri.

 4. Skolið linsurnar og bætið þeim út á pönnuna ásamt tómötum og grænmetissoði.

 5. Látið suðuna koma upp, lækka hitan og láta malla í ca. 10 mínútur.

 6. Bætið úti ljóst balsamikedik, nokkra sítrónudropa og braðbætið með salt og pipar eftir smekk.

Gott að bera fram með sýrðum rjóma og fínsaxaðri steinselju.

Innihaldið í linsubaunasúpuna færð þú hjá Bændum í bænum

Uppskriftin er fengin frá heimasíðu Saltå Kvarn

#uppskrift #frettir

Fréttaveita