Jómfrúar ólífuolía frá Saltå Kvarn

Jómfrúar ólífuolía (extra virgin) er sú olía kölluð sem verður til við fyrstu pressun á ólífum. Olían er rómuð fyrir hreinleika, einstakt bragð ásamt því að innihalda mikið magn af andoxunarefnum sem er ein af ástæðum þess hversu holl hún er.

Saltå Kvarn er með nokkrar tegundir af gæða olífuolíum. Að þessu sinni langar okkur til að vekja athygli á þessum þrem:

  • Jómfrúar ólífuolía með sítrónu

Mjög góð með fiski, grænmeti og salati.

Inniheldur 4% af sítrónum.

  • Jómfrúar ólífuolía með mandarínu

Sérlega góð með klettasalati, asískum mat, kjöt, eftirréttum og súkkulaði.

Inniheldur 4% af mandarínum.

  • Jómfrúar ólífuolía með basil

Dásamleg með fersku grænmeti, tómötum, pasta og ostum.

Inniheldur 3% af basil.

Við gerð olíunar er notast við þrjár tegundir af ólífum: Cobrancosa, Galega Vulgar og Cordovil de Serpa sem allar eru ræktaðar í Portúgal.

#frettir

Fréttaveita
Síðustu póstar
Posts Are Coming Soon
Stay tuned...
Samansafn

Bændur í bænum

Laugalækur 6

105 Reykjavík - Ísland

Ef þú ert með spurningu skaltu endilega senda okkur póst, við leggjum okkur fram um að svara eins fljótt og við getum.

  • Facebook Clean
  • Pinterest Clean
  • Instagram Clean

Netfang:

postur@baenduribaenum.is

Opnunartímar:
Mán - Föst: 11-18:15

Lau-Sun: Lokað