PÁSKAHUGVEKJA

Lífræn ræktun

- Að fá það óþvegið -

Undanfarið hefur farið fram í netheimum umræða um lífrænt ræktaða ávexti samanborið við eiturefnaræktaða ávexti. Gerð var tilraun á eplum og borið saman hvort væri hreinna. Hér er tilvísun í þá tilraun sem Fríða Rós Valdimarsdóttir framkvæmdi og póstaði á Facebook síðu sinni.

Á það skal bent að þessi aðferð getur aldrei sagt til um eiturefnainnihald eða leifar í viðkomandi ávexti heldur eingöngu hvort eitthvað er utanáliggjandi eða ekki.

Hér fáum við það óþvegið að lífrænt ræktað grænmeti og ávextir koma ekki til okkar skrúbbuð og þvegin og mælum við með því að fólk skoli alltaf áður en það neytir.

Þessi umræða rataði einnig í fjölmiðla ríkisútvarpsins. Hér er tilvísun á Samfélagið á

Rás 1.

Þáttastjórnendur þar virtust hafa meiri áhuga á því af hverju lífrænt ræktaðir ávextir séu óþvegnir frekar en af hverju við látum bjóða okkur ávexti ræktaða með eiturefnum. Eitthvað sem við ættum að hafa meiri áhyggjur af, heilsu okkar vegna og ekki síður vegna umhyggju okkar fyrir umhverfi og jörð.

Græni Hlekkurinn flytur inn þau lífrænu epli sem Fríða tók að sér að prófa og setti það okkur óneitanlega í stellingar gagnvart okkar vörum. Við höfðum samband við Eosta, okkar birgja í Hollandi og báðum um útskýringar hvað hér væri um að ræða. Fyrirspurn um óhrein epli hafa þeir fengið áður frá Íslandi og sendu þá eftirfarandi svar.

Good morning,

Many thanks for your email.

We are surprised to hear that you claim the Nature & More organic apples are waxed. What is possible is that there is a mix up here regarding a natural, protective wax produced by the apple. This is completely natural and sometimes confused with a synthetic wax.

For your information, the apples we supply to Iceland come from northern Italy from one of the most respected and trusted organic growers world wide. We have never found any form of non natural apple wax on the product and have visited the packing station numerous times and have no reason to believe this is the case.

If synthetic wax has been found then this is very serious and we want to get to the bottom of this.

Looking forward to hearing from you

Michaël

Hér kemur fram að um getur verið að ræða náttúrulega vaxmyndun sem öll epli gefa frá sér, sér til varnar, þ.e.a.s. hér er um náttúrulega vörn að ræða. Við fyrirspurn okkar um sama málefni óskaði Eosta eftir viðbrögðum frá framleiðanda eplanna á Ítalíu og birtist það hér.

Hlekkir á myndböndin í bréfinu.

Video 1

Video 2

Video 3

Eins og fram kemur er hér um eðlilegt ferli að ræða og náttúruleg vörn eplanna eftir tínslu. Eplin frá Ítalíu eru tínd sl. haust og eru því orðin nokkurra mánaða gömul og því eðlilegt að þau séu með varnaráferð

(venjuleg epli seld í verslunum eru að meðaltali 11 mánaða gömul).

Meðhöndlunin sem eplin fá eftir tínslu eru vatnsbað án burstunar þar sem það myndi fara illa með eplin og svo þurrkuð og sett í geymslu. Aðra meðhöndlun fá eplin ekki og fáum við þau því að öðru leyti óþvegin.

Græni Hlekkurinn flytur inn grænmeti og ávexti frá Eosta í Hollandi. Eftir að hafa kannað nokkur fyrirtæki sem höndla með lífrænt grænmeti og ávexti völdum við þá því þeir versla eingöngu með lífrænt og helga sig þeim afurðum, en eru ekki hefðbundið fyrirtæki með lífræna deild.

Hjá Eosta ganga hlutirnir út á það að efla og styrkja lífræna geirann. Eosta er rótgróið fyrirtæki og í nánu sambandi við framleiðendur sína hvar sem þeir eru í heiminum. Þeir gera samninga við framleiðendur sína sem ganga út á að efla og styrkja framleiðsluna.

Eosta logo

Eosta stofnaði á sínum tíma rekjanlegt kerfi „Nature & More“ þar sem neytendur geta flett upp ákveðnum framleiðanda og fengið upplýsingar um viðkomandi og framleiddar afurðir. Markmiðið með þessu kerfi er að auka gagnsæi afurðanna neytendum til hagsbóta.

Græni Hlekkurinn valdi Eosta sem sinn birgja þar sem hugmyndafræði þess og starfsemi er í þeim anda sem við viljum starfa eftir.

Rekjanleiki, gagnsæi og trúverðugleiki eru grunnstoðir lífrænnar hugmyndafræði og á að vera metnaður þeirra sem hana vilja styrkja. Sem lífrænir neytendur eigum við að gera þá kröfu að þessum gildum sé fylgt og að þeir sem hafa með það að gera geti svarað fyrir sig. Lífræn vottun er góð og gild svo langt sem hún nær en sem neytendur verðum við að viðhalda vitund okkar á uppruna og rekjanleika afurða svo við getum tekið meðvitað val.

Með kærri páskakveðju

Græni hlekkurinn

#frettir

Fréttaveita