Grænmetiseggjabaka Köllu Kukl

Þetta er fullkominn réttur til að klára ýmsar leifar úr ísskápnum (aðalréttur fyrir 4)
Byrjið á að hita ofninn á 175 gráður (undir og yfirhita)
Setjið svo botnfylli af
Svörtu kínóa* í eldfast mót
Parmasanosti raspað yfir kornin (má sleppa ef þú átt hann ekki)
Ferskar eða frosnar jurtir (t.d. basilika, oregano eða timian)
70 gröm spínat (má bæði notast við ferskt og frosið)
Skerið svo og bætið í formið
1 ½ kúrbit – skorið í bita á stærð við litlafingur
2 gulrætur – skornar í bita á stærð við litlafingur
½ fennill – skorinn í þunnar sneiðar
Í eggjahræruna (sem mun vera hellt yfir allt hér að ofan) fara
5 meðalstór egg
1 msk jurtakraft
1 tsk paprikuduft
½ tsk kúmen (malað)
1 msk grísk kryddblanda (við keyptum þessa í Tiger)
Hnífsoddur av svörtum pipar
2 dl vatn
100 gr. raspaður ostur (eða bara þær ostaleifar sem þú átt til inni í ísskáp)
Blandaðu ofannefndu í skál og settu til hliðar á meðan þú blandar eftirfarandi í blender (eða saxar smátt ef þú ert ekki með blender/matvinnsluvél við hendi:
1 lítill rauður laukur (má skipta út fyrir 2 vorlauka eða ½ blaðlauk)
2 cm ferskt túrmerik
4 cm ferskt engifer
Nú er þessu bætt við eggjahræruna og henni hellt yfir eldfasta mótið. Gott er að pota ostinum aðeins niður inn á milli grænmetisins svo að hann liggi ekki allur brenndur ofaná.
Breiðið álpappír** yfir og setjið inn í miðjan ofnin í 60-70 mínútur.
Berið frem með fersku salati og kaldri hvítlauks- og gúrkusósu.
Njótið og neytið! *Hér má notast við allslags korn – aðalmálið er að það sogar til sín vatnið sem á það til að safnast í botninn á svona grænmetisréttum ;)
**Ef ykkur finnst koma álbragð af matnum af álpappírnum má bleyta smjörpappír og breiða yfir réttinn áður en álpappírinn er settur yfir.