Kryddostasósa Köllu Kukl


Passar vel með pasta, kjúkling og fisk

Hráefni

2 cm ferskt engifer

4 cm ferskur túrmerik

5 hvítlauksgeirar

¼ tsk salt

1 msk olífuolía

½ tsk jurtasalt

¼ gullostur

40-50 gr. spínat (ferskt eða frosið)

1 ½ dl vatn

½ dl rjómi

Raspið hýði af hálfri sítrónu (lítil)

Kreistið safann úr ¼ sítrónu (lítil

Aðferð

Engifer, túrmerik, hvítlaukur og salt er mixað saman í blender og þar næst steikt í smá olíu við lágan hita í 3-4 mínútur. Svo er spínatinu bætt við og steikt í ca 1 mín. Bætið nú vatn og osti við og látið malla í ca. 10 mín. Bragðið til með sítrónubörk og sítrónusafa.

Neytið og njótið!


Fréttaveita
Síðustu póstar
Posts Are Coming Soon
Stay tuned...
Samansafn

Bændur í bænum

Laugalækur 6

105 Reykjavík - Ísland

Ef þú ert með spurningu skaltu endilega senda okkur póst, við leggjum okkur fram um að svara eins fljótt og við getum.

  • Facebook Clean
  • Pinterest Clean
  • Instagram Clean

Netfang:

postur@baenduribaenum.is

Opnunartímar:
Mán - Föst: 11-18:15

Lau-Sun: Lokað