top of page

Múslí með granateplum og eplabitum


Hráefni

Skál af múslí

Granatepli - 1/4 stk

Epli - 1 stk

Allt hráefnið í þessari uppskrift fæst hjá bændur í bænum.

Aðferð

Þessi segir sig nokkuð sjálft, en þetta er búið að vera uppáhalds morgunmaturinn minn eftir að ég uppgötvaði granteplin.

Granateplin brotin niður, eplin skorin niður, öllu blandað í skál með múslí og mjólkin fer yfir. :)

Eina sem vafðist fyrir mér og kannski fleirrum er hvernig ég nota granateplið. Leiðin sem ég fann var að brjóta skinnið á granateplinu með hníf. þú skerð fyrst hring á toppinum á granateplinu og brýtur hann af. Þá sérðu hvernig hólfin eplinu liggja. Skerðu meðfram hverju hólfi.

Það getur verið sóðalegt að brjóta berin út úr granatepli. Til að losna við að safinn slettist út um allt og til að skilja skinnið á granateplinu og berin, taktu þá stóra skál og fylltu með vatni.

Taktu granateplið sem þú ert búin að skera. Dýfðu því á kaf í vatnið og byrjaðu að brjóta það í tvennt. Settu annan helminginn til hliðar og kláraðu að brjóta alla bátana af hinum helmingnum. Núna tekur þú einfaldlega hvern bát fyrir sig og brýtur berin úr bátnum af, ofan í vatninu.

Að lokum ættir þú að vera með berin á botninum og skinnið fljótandi ofan á vatninu. Taktu skinnið í burtu, heltu vatninu af og njóttu berjana hvernig sem þú vilt.

Það er ótrúlegt hvað er mikið af berjum í hverju epli. Þau hafa legið í skál hjá mér yfir nótt og þegar maður bleytir aftur í þeim eru þau engu verri. Krakkarnir og ég borða þetta eins og sælgæti, og við setjum berin á allt sem okkur dettur í hug.

Njótið og neytið.

Fjölskyldan á Akri

Fréttaveita
Síðustu póstar
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Samansafn
bottom of page