top of page

Bananapönnukökur með Bláberja-chia sultu


Pönnuköku uppskrift

Á sunnudögum vill maður gera vel við sig. Við fundum uppskrift að Banana pönnukökum hjá Apolloandluna.com. Þessi uppskrift er ótrúlega einföld og við vonum að þið eigið eftir að njóta hennar vel.

Innihald

Fyrir pönnukökurnar

Fyrir bláberja og chia sultuna

  • 1 bolli fersk eða frosin bláber

  • 1 bolli vatn

  • 2 matskeiðar Chia fræ

Leiðbeiningar

Fyrir pönnukökurnar

  1. Notaðu mixer til þess að brjóta hafrana niður í hveiti.

  2. Bættu stöppuðu bönununum og möndlumjólkini við og blandaðu saman þangað til þú færð þykka hræru áferð.

  3. Notaðu pönnu á miðlungshita. Settu ca hálfan bolla af hræru á pönnuna og steiktu hana þangað til hún brúnast á hliðini og þá getur þú snúið henni við. Vertu bara vakandi við þetta svo þær brenni ekki ;)

  4. Settu á disk ásamt sultuni eða hverju sem þú vilt með pönnukökunum þínum.

Fyrir Bláberja-Chia sultuna

  1. Settu Bláberin, Chia fræin og vatn í pott og fáðu upp í suðu.

  2. Lækkaðu hitan og láttu malla í ca 20 mín eða þangað til bláberin byrja að brotna niður og mynda þykka sultu. Hrærðu í pottinum öðru hverju til þess að athuga með áferðina. Þegar þú ert komin með rétta áferð helt sultuni í krukku og notaðu á hvað sem þér þykir gott.

Vona að þið eigið eftir að sporðrenna þessum með bestu lyst,

Og eins og ávalt

Neytum og njótum

#uppskrift

Fréttaveita
Síðustu póstar
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Samansafn
bottom of page