Sumargleði og glænýtt útigrænmeti

Kæru vinir,
Bændurnir rúlla áfram í lífrænu sumargleðinni með Kirsuberjatómötum og C-vítamín sprengjum. Annars vegar Sítrónur fyrir límónaðið í sólina sem er verið að lofa okkur og hinsvegar í nætursnarl barnana, þeas Kiwi. Ný tilboð gilda til 25.07.17
En það er ekki nóg með að tilboðin halda áfram því núna er Gróðarstöðin Hæðarendi farin að senda okkur brakandi ferskar Gulrófur og nýskorið Grænkál eins og þeim einum er lagið.
Endilega komið í heimsókn eða skoðið netverslunina okkar.