Við erum að drukkna í lífrænu grænmeti :D

08/08/2017

Við vonum að allir hafa skemmt sér vel um helgina og heimferðin hafi gengið greitt fyrir sig. Nágrannarnir okkar á Engi vorum með síðustu markaðs helgina sína hérna í Laugarásnum áður en þau halda á vit ævintýrana og við á Akri fengum gesti og gangandi í heimsókn til okkar til að segja hæ og versla sér í gogginn.

Við erum að toppa ræktunina okkar hérna á Akri. Allar tegundir eru komnar af stað, lífrænir tómatar, paprikur og gúrkur ásamt öllu því græna og góða. Paprikur og tómatar eru að toppa sig í sólinni svo við erum að drukkna í uppskeru og þið njótið vel af þvi með góðum tilboðum. 

Komið í heimsókn í Bændur í bænum á Grensásvegi 10 eða smellið ykkur í nýju lífrænu netverslunina. 

Njótum og neytum, 
Fjölskyldan á Akri. 

 

 

 

 

 

 

Please reload

Fréttaveita

Vikulegir kassar - Pökkunarlisti v.05

January 31, 2019

1/10
Please reload

Síðustu póstar

April 11, 2017

Please reload

Samansafn
Please reload