Fusilli með Grasker og pecan hnetum


Vegan Spagetti "bolognese"

Linda setti höfuðið í bleyti og kom upp með eina alveg dásamlega uppskrift fyrir pokana okkar. Útkoman var þessi girnilega, seðjandi og ótrúlega góða vegan útgáfa af Spagetti bolognese. Uppskriftina getið þið séð hér, ef þið viljið gera þetta sem einfaldast getið þið komið og gripið poka hjá okkur í búðinni með innihaldi og uppskrift á 2650kr

Fusilli "Bolognese" innihald

Hráefni:

 • 1 stk - Grasker - í teninga

 • ½ stk - Chili – fræhreinsað og sneiðað

 • 3 rif - Hvítlaukur – saxað smátt

 • 1 stk - Sítróna – bæði safi og hýði

 • 1 búntGrænkál – stilkur tekinn og saxað

 • 60 g - Pecan hnetur – ristaðar og saxaðar

 • 400 g - Spaghetti

 • Olía, salt og pipar

ATH: Hráefnin sem eru skáletruð og undirstrikuð eru ekki í pokanum

Uppskrift:

 1. Setjið ofninn á 180°c

 2. Skrælið og skerið graskerið (butternut) í litla teninga. Dreifið þeim á bökunarpappír og blandið í olíu og salt. Bakið í ofninum í ca 15-20 mín eða þar til þeir eru rétt farnir að sviðna í kantana. Gott er að snúa þeim einu sinni eftir ca 10 mín og baka svo áfram í 5-10 mín.

 3. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningunum á pakkann, mínus eina mínútu.

 4. Ristið pecan hnetur á þurri pönnu á háum hita í 2-3 mín, eða þar til þær eru farnar að taka lit. Passið að hrista pönnuna reglulega svo að þær brenni ekki. Setjið til hliðar.

 5. Steikið hvítlauk við miðlungslágan hita í 1 mín

 6. Bætið chilinu og grænkálinu við og steikið í 1-2 mín í viðbót

 7. Þegar graskerið er tilbúið, stappið þá helminginn með gaffal og bætið svo stöppuðu og heilu bitunum út á pönnuna.

 8. Næst er spaghettinu bætt út á (hellið fyrst vatninu af). Blandið vel saman og bragðið til með sítrónusafa, salti og pipar.

 9. Toppið allt með röspuðu sítrónuhýði og pecanhnetum og berið fram

 10. Njótið og neytið

#uppskrift #vegan #uppskriftarpoki #Forsíða

Fréttaveita