top of page

Hvar er allt Íslenska útigrænmetið?


Sumarið okkar er búið að vera eins og það er búið að vera og ekkert að gera í því. En þó við séum á fullu inni í gróðurhúsunum gengur lífið hægar fyrir sig úti í görðunum. Ég fór í heimsókn á Hæðarenda til að athuga stöðuna. Ingvar og Svanhvít tóku auðvitað vel á móti mér eins og þeirra er venja og tóku mig í göngutúr um garðana og til að kýkja aðeins á nýju hunangsflugurnar þeirra. Eins fallegir og garðarnir eru þá eru þeir heilum mánuði á eftir áætlun. Við gátum séð aðeins skína í rófurnar og gulræturnar, en þurfum þó að bíða eftir þeim og vera þolinmóð aðeins lengur. Grænkálinu líður samt vel í þessu hitastigi og er það fyrsta varan sem við getum glatt okkur yfir. Í næstu viku fáum við grænkál frá þeim og síðan er bara að krossa puttana og vona að við fáum gulrætur og rófur sem fyrst.

Þú getur pantað þér kassa hérna

Fréttaveita
Síðustu póstar
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Samansafn
bottom of page