Umbúðarlausir áskriftarkassar


Þá er loksins komið að því hjá okkur. Við ætlum héðan í frá að afgreiða áskriftarkassana okkar umbúðarlausa. Hingað til höfum við afgreitt vörurnar eins og við fáum þær til okkar ásamt því að nota sömu pakkningar og við notum í stórmörkuðunum fyrir okkar eigin vörur.

Umræðan um umbúðir er mjög hávær í kringum okkar vörur. Við skiljum það mjög vel. Fyrir mér eru bein tengsl milli þess að velja lífrænan mat og þess að horfa á heildarmyndina hvað varðar okkur sem neytendur og hvernig við getum, sem neytendur, haft áhrif á matarframleiðslu og umhverfismál.

Við viljum auðvitað vera partur af lausninni. Frá og með næsta miðvikudegi verða allar vörur aðrar en salat og krydd sent frá okkur plastlaus, við erum ekki með góða lausn fyrir þessar viðkvæmustu vörur enþá en við byrjum þó það sé ekki fullkomið. Við erum síðan í viðræðum við umbúðarframleiðendur um hvernig við getum tekið skrefið lengra og komið okkur frá því að nota plast (í hvaða formi sem það er) í allri okkar framleiðslu.

Takk fyrir þolinmæðina og takk fyrir að vera nægilega áhugasöm til að setja pressu á okkur sem framleiðendur.

Þú getur skoðað kassana okkar hérna

kv,

Bændur í bænum og allir á Akri

#Fréttir #Forsíða

Fréttaveita
Síðustu póstar
Posts Are Coming Soon
Stay tuned...
Samansafn

Bændur í bænum

Laugalækur 6

105 Reykjavík - Ísland

Ef þú ert með spurningu skaltu endilega senda okkur póst, við leggjum okkur fram um að svara eins fljótt og við getum.

  • Facebook Clean
  • Pinterest Clean
  • Instagram Clean

Netfang:

postur@baenduribaenum.is

Opnunartímar:
Mán - Föst: 11-18:15

Lau-Sun: Lokað