top of page

300 plastpokar sluppu við að fara í umferð!


Umbúðarlausa fyrirkomulagið virðist ætla að ganga vel, svo vel að við spyrjum afhverju við erum ekki löngu búinn að gera þetta.

Áskriftarkassar vikunnar voru lausir við amk 300 plast umbúðir sem alla jafna hefðu farið í umferð. Það finnst mér ágætt, en hlakka til að skoða tölurnar í lok ársins og síðan þess næsta, því þetta verður bara meira.

En þessi afgreiðsluleið væri ekki möguleg án ykkar sem eruð í ákrift. Umbúðirnar eru á sínum stað fyrir tvennar sakir. Annarsvegar til þess að lengja líftíma vörurnar sem mest svo þær geti þolað fluttning og það að standa í versluninni þangað til hún er keypt og hinsvegar til þess að einfalda afgreiðsluferlið á vörunni fyrir búðirnar.

Með því að vera í áskrift komumst við hjá þessu öllu. Við seljum ferskvöruna beint í hendurnar á ykkur og þurfum ekki að hugsa um hversu hratt varan rennur í gegnum kassakerfið þegar kemur að afgreiðslunni.

Það er ekkert sjálfsagt að vera í ákrift af matvælum, eða hefur kannski ekki verið það svo ég vill þakka öllum þeim sem hafa verið í þessu með okkur kærlega fyrir.

Ef þú ert ekki búin að prufa getur þú gert það með því að smella hér að neðan

Fréttaveita
Síðustu póstar
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Samansafn
bottom of page